Erlendur Jónsson

ID: 14007
Fæðingarár : 1865
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla

Erlendur Jónsson Mynd Almanak 1934

Erlendur Jónsson fæddist 15. ágúst, 1865 á Vatnsleysuströnd í Gullbringusýslu. Johnson vestra.

Maki: 1902  Þorbjörg Guttormsdóttir f. 1864 í N. Múlasýslu. Dáin 1931 í Kaliforníu.

Börn: 1. Guðný Elízabet. Þorbjörg átti dóttur fyrir hjónaband. Sú hét Anna Tilly

Erlendur fór vestur  1892 til Winnipeg þar sem hann vann einhvern tíma.

Tók sig upp og ferðaðist um bæði Kanada og Bandaríkin m.a. Norður Dakota.

Þaðan lá leið hans árið 1897 í Piney Valley byggð. Þar bjuggu þau einhver ár

en fluttu svo þaðan til Kaliforníu.