
Séra Guðmundur Árnason og Sigríður Einarsdóttir Mynd FSÁAB
Guðmundur Árnason fæddist í Mýrasýslu 4. apríl, 1880. Dáinn í Lundar í Manitoba 24. febrúar, 1943.
Maki: 12. ágúst, 1909 í Cambridge í Englandi Sigríður Einarsdóttir f. í Borgarfjarðarsýslu 16. september, 1884, d. á Betel í Gimli árið 1974,
Börn: 1. Einar f. 7. júní, 1910 í Winnipeg 2. Helga f. 16. desember, 1912 3. Hrefna f. 16. janúar,1915, d. 30. október, 1978.
Guðmundur flutti til Manitoba árið 1901 og byrjaði í verslunarskóla í Winnipeg en sneri sér svo að guðfræðinni. Hann stundaði nám við prestaskólann í Meadville í Pennsylvania frá 1904-1908. Hann hlaut styrk til framhaldsnáms og var eitt ár í Þýskalandi. Hann var ráðinn prestur í Winnipeg hjá íslenska söfnuði Únitara 1909 – 1915. Fór í háskólanám í Chicago og kenndi víðsvegar í Manitoba að námiloknu. Settist að í Oak Point suður af Lundar og hóf þar útgerð 1920 og vann við það til ársins 1933. Hann var svo ráðinn prestur safnaða Únitara í Lundarbyggð árið 1928 og þjónaði þeim svo og öðrum umhverfis Manitobavatn til æviloka. Þau settust að í Lundar árið 1933. Hann var sagður vel gefinn, góður ræðumaður og ágætur rithöfundur.
