Stefanía Sigurðardóttir

ID: 14181
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1853
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1941

Stefanía Sigurðardóttir fæddist 23. janúar, 1853 í S. Múlasýslu. Dáin 2. desember, 1941 í Hanley Falls í Minnesota.

Maki: 1) Stefán Magnússon, fór ekki vestur 2) 3. október, 1899 Jósef Jónsson f. 2. febrúar, 1843, d. 24. júní, 1930 í Minneota í Minnesota.

Börn: Með Stefáni 1. Anna f. 26. september, 1873. Fóstursonur Andrés Tómas Stefánsson, sonur Stefáns Þorsteinssonar úr Fljótsdal og Önnu Tómasardóttur frá Valþjófsstað.

Stefanía flutti vestur með Önnu árið 1879. Settist að nærri Minneota í Minnesota. Jósef flutti vestur árið 1873 og mun hafa dvalið í Wisconsin einhver ár áður en hann flutti til Minnesota. Hann og Stefanía bjuggu árið 1905 á Einarsstöðum í Yellow Medicine sýslu.