
Margrét Jónsdóttir Mynd Well Connected
Margrét Jónsdóttir fæddist 1881 í S. Múlasýslu. Dáin 30. september, 1941 í Hennepin sýslu í Minnesota.
Maki: 1899 Ágúst Halldór Jónsson f. 17. apríl, 1877 í N. Múlasýslu, d. 8. júní, 1961 í Kaliforníu. Gust Rafnson vestra.
Börn: 1. Jóhanna Ingibjörg f. 11. janúar, 1901, d. 8. mars, 1981 í Kaliforníu 2. Marvin T. f. 25. september, 1903 3. Halldór f. 1904 4. Sigurjóna f. 1906 5. Esther f. 1911 5. Vivian Margrét f. 1913.
Margrét fór vestur árið 1883 með foreldrum sínum, Jóni Eyjólfssyni og Maríu Ingibjörgu Jónsdóttur og systkinum. Þau settust að í Lincoln sýslu í Minnesota. Ágúst fór vestur árið 1889 með foreldrum sínum, Jóni Rafnssyni og Guðrúnu Guðmundsdóttur og systkinum. Þau settust að í Lyon sýslu í Minnesota.
