Sigmundur Guðmundsson

ID: 14248
Fæðingarár : 1871
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1927

Sitjandi Sigmundur og Guðrún. Standandi Jóhann, Elín, Einar, María og Guðmundur Mynd A Century Unfolds

Aðalbjörg Jónsdóttir og Sigmundur Guðmundsson

Sigmundur Guðmundsson: Fæddur í N. Múlasýslu árið 1871. Dáinn 18. apríl, 1927.

Maki: 1. Aðalbjörg Jónsdóttir f. 1850 í sömu sýslu. Dáin 10. mars, 1910. 2. Guðrún Guðmundsdóttir. Dáin 30 júlí, 1970.

Barnlaus. Guðrún átti börn af fyrra hjónabandi. Maður hennar var Einar Jónsson í Holti í V. Skaftafellssýslu.  Með henni vestur fóru Einar f. 1900 og Guðmundur f. 1895. Seinna komu Elín f. 1898, Jóhann f. 1900 og María f. 1902.

Fluttu vestur árið 1903 og beint í Framnesbyggð. Þar bjuggu þau þar til Aðalbjörg lést 10. Mars, 1910. Guðrún hafði verið ráðskona hjá Sigmundi fáein ár, þá ekkja með tvö börn.

Sigmundur seldi landið og flutti til Winnipeg og fór Guðrún með honum.