Jónatan Jónatansson

ID: 14252
Fæðingarár : 1844
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1909

Jónatan Jónatansson fæddist í N. Múlasýslu árið 1844. Dáinn í Minneapolis 21. mars, 1909. Peterson vestra.

Maki: Kristín Jónsdóttir f. 1. júní, 1843, d. 17. október, 1925 í Minneota.

Börn: 1. Karl Albert f. 6. febrúar, 1867, d. 13. febrúar, 1867 2. Karl (Charles C.) Kristján f. 27. mars,1868  3. Jónína Rósa f. 18. nóvember, 1872, d. 1899 tvíburi 4. Jóhanna Þórunn f. 18. nóvember, 1872 (tvíburar) 5. Emil G. f. vestra.

Þau fluttur vestur árið 1877 og bjuggu fyrst í Wisconsin. Fluttu þaðan fljótlega í Lyonbyggð í Minnesota og bjuggu þar um hríð en fluttu því næst til Minneota þar sem Jónatan fékkst við verslunarstörf. Þaðan lá leið fjölskyldunnar til New Ark í S. Dakota þar sem Jónatan stundaði verslunarstörf um árabil. Jónatan sá fljótlega kosti þess að gefa börnum sínum tækifæri til menntunar. Karl lauk hákólaprófi og tvíburarnir, Jónína og Jóhanna voru fyrstu íslensku stúlkurnar í Vesturheimi til að ljúka hákólaprófi í N. Ameríku.