ID: 14304
Fæðingarár : 1878
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1948
Stefán Arngrímsson fæddist í S. Múlasýslu 2. mars, 1878. Dáinn í Vancouver árið 1948.
Maki: 18. janúar, 1912 Margrét Ingibjörg Þorsteinsdóttir f. á Íslandi 1882.
Börn: 1. Stefán Pétur f. 10. janúar, 1920 2. Þórhallur Marvin f. 25. nóvember, 1928. Ein heimild vestra segir þá ættleidda, önnur syni hjónanna. Beatrice Violet Bergson var uppeldisdóttir þeirra, frænka Margrétar.
Stefán flutti vestur til Bandaríkjanna með foreldrum sínum, Arngrími Arngrímssyni og Þorbjörgu Magnúsdóttur árið 1882. Þau settust að í Garðarbyggð í N. Dakota. Þaðan flutti Stefán árið 1905 í Vatnabyggð í Saskatchewan og nam land norður af Mozart. Margrét fór vestur til N. Dakota með foreldrum sínum árið 1883.
