Nikulás Þórarinsson

ID: 14306
Fæðingarár : 1859
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1931

Nikulás Þórarinsson og Ragnhildur Einarsdóttir  Mynd:  SÁG

Nikulás Þórarinsson fæddist í S. Múlasýslu on 17. mars, 1859. Dáinn á Lundar 17. desember, 1931. Var Snædal (Snidal) vestra.

Maki: 1) Ragnhildur Einarsdóttir f. 1862 í N. Múlasýslu 2) Kristín Erlendsdóttir f. í Árnessýslu árið 1860, d. 1942.

Börn: Með Ragnhildi: 1. Jóhann Einar (Joe) 2. Þórður Wilfred 3. Valdimar Stanley 4. Friðþjófur (Fiddi) 3. Ragnhildur (Loa)

Nikulás flutti vestur til Winnipeg, Manitoba árið 1883 með móður sinni, Jóhönnu Nikulásdóttir. Með þeim fór drengur, Þórarinn Sigbjörnsson. Árið 1891, kvæntur maður, nam Nikulás land í Lundarbyggð og bjó þar þangað til Ragnhildur dó. Flutti þá norður að Manitobavatni og settist að á tanga sem nefndist Bluff, þar sem Reykjavíkur pósthúsið var. Þar keypti hann land og vegnaði vel í nokkur ár, seldi svo og flutti til Lundar.