ID: 14319
Fæðingarár : 1836
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Guðmundur Sveinsson fæddist árið 1836 í N. Múlasýslu.
Maki: 1) Þórunn Sveinsdóttir f. 1838 í N. Múlasýslu, d. á Íslandi 2) Guðbjörg Þorsteinsdóttir f. 1850 3) Elínborg.
Börn: Með Þórunni 1. Guðrún Margrét f. 1863. Með Guðbjörgu 1. Þórunn f. 1872. Guðmundur átti aðra dóttur, Vilborgu f. 1862 sem fór með honum vestur.
Guðmundur flutti vestur til Ontario í Kanada árið 1875, dvaldi þar fáeinar vikur en hélt síðan áfram för til Nýja Íslands. Hann settist að í Árnesbyggð og þar hét Fornastaðir. Þaðan flutti hann árið 1881 til Winnipeg.
