Helga Runólfsdóttir

ID: 14396
Fæðingarár : 1851
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1927

Helga Runólfsdóttir fæddist 1. september, 1851 í S. Múlasýslu. Dáin í Manitoba 23. ágúst, 1927.

Maki: 1) 16. júlí, 1869 Bergvin Kristjánsson fæddist árið 1841 í S. Múlasýslu. Dáinn í Minnesota 21. mars, 1880. 2) Pálmi Sigtryggsson f. 17. ágúst, 1862 í Skagafjarðarsýslu.

Börn: 1. Kristjana f. 1870 2. Þórdís f. 27. ágúst, 1875. Þær voru Bergvinsdætur. Helga og Pálmi tóku dreng í fóstur, hét sá Haraldur Sigtryggur

Helga fór vestur til Minnesota með Þórdísi árið 1877, samferða foreldrum sínum þeim Runólfi Jónssyni og Margréti Bjarnadóttur. Bergvin fór vestur þangað ári seinna með Kristjönu. Þau settust að í Lincoln sýslu. Pálmi flutti vestur um haf árið 1882 og fór til Manitoba. Pálmi og Helga voru í Churchbridge í Saskatchewan skömmu eftir aldamótin þar sem þau ráku gistiheimili einhver ár en  settust svo að í Argylebyggð árið 1910 á leigulandi.