ID: 14516
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1953
Helga Jóhannsdóttir fæddist í S. Múlasýslu árið 1863. Dáin 1. október, 1953.
Maki: 1) Marteinn Jónsson f. 16. nóvember, 1849 í Dalasýslu. Þau skildu í Winnipeg. 2) 1892 Helgi Bjarnason f. í Húnavatnssýslu 7. júní, 1867, d. 1931.
Börn: Með Marteini 1. Jóna Jóhanna f. 1885 2. Sveinberg Ólafur f. 1886 3. Jóhann Ragnar f. 1888. Með Helga 1. Elizabeth 2. Olivia 3. Halldóra d. barnung 4. Agla d. barnung 5.Oscar 6. Þorbjörg 7. Bertil 8. Victor.
Helga og Marteinn fluttu vestur til Winnipeg árið 1888. Þar skildu þau og voru Jóna og Jóhann Ragnar áfram með móður sinni en Sveinberg fór í Nýja Ísland með föður sínum. Helga giftist seinna Helga Bjarnasyni sem vestur flutti árið 1890.
