Stefán Eymundsson

ID: 14573
Fæðingarár : 1884

Stefán Eymundsson Mynd VÍÆ I

Stefán Eymundsson fæddist í A. Skaftafellssýslu 8. september, 1884.

Maki: 22. ágúst, 1907 Fanney Teitsdóttir f. í Winnipeg 14. september, 1888.

Börn: 1. Júlíus Thomas f. 3. júní, 1908 2. Evelyn Marguerite f. 6. maí, 1911 3. Eymundína Halldóra f. 9. október, 1914 4. Emily Adelaide f. 4. febrúar, 1916 5. Pearl Lily f. 28. júní, 1918.

Foreldrar Stefáns voru Eymundur Jónsson og Halldóra Stefánsdóttir, sem vestur fluttu 1903, Stefán fór vestur árið áður. Fjölskyldan sameinaðist í Pine Valley í Manitoba. Foreldrar Stefáns fóru heim til Íslands 4 árum síðar en hann hjó áfram í Manitoba nærri 40 ár. Flutti vestur til Vancouver árið 1941. Fanney var dóttir Teits Ingimundarsonar og Júlíönu Guðmundsdóttur sem vestur fluttu árið 1887. Stefán stundaði húsasmíði um skeið, vann svo við bíla- og rafmagnsviðgerðir. Hann var forseti Íslendingadagsnefndar í mörg ár og var alla tíð ötull félagi í Þjóðræknisfélaginu. Var forseti deildar þess í Vancouver í nokkur ár.