Þórhildur Hávarðardóttir

ID: 14592
Fæðingarár : 1884
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla

Margrét Þórhildur Hávarðardóttir fæddist 6. apríl, 1884 í S. Múlasýslu.

Maki: 1) Halldór Halldórsson fæddist í Húnavatnssýslu 6. október, 1878. Dáinn í Manitoba 7. febrúar, 1917. 2) 1919 Ólafur Magnússon f. í Skagafjarðarsýslu, 30. september, 1875.

Börn: Með Halldóri 1. Helga 2. Frímann 3. Guðrún 4. Sesselja f. í Westbourne í Manitoba 30. október, 1913 5. Björg. Með Ólafi 1. Anna 2. Soffía.

Halldór fór vestur um haf árið 1889 með föður sínum, Halldóri Jónssyni. Móðir hans, Arnbjörg Jónsdóttir fór til Vesturheims 2 árum fyrr með flest börn þeirra. Margrét Þórhildur fór vestur til Manitoba árið 1888 með foreldrum sínum, Hávarði Guðmundssyni og Helgu Jónsdóttur.  Halldór fór með foreldrum sínum norður til Hayland í Manitoba og sama gerði Margrét Þórhildur með sínum. Þar gengu þau í hjónaband og hófu búskap. Fluttu seinna til Westbourne sem er suðvestur af Manitobavatni.