Elísabet Stefánsdóttir

ID: 14613
Fæðingarár : 1891
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1989

Elísabet Stefánsdóttir fæddist 5. október, 1891 í S. Múlasýslu. Dáin 7. apríl, 1989 í Los Angeles.

Maki: 16. desember, 1909 Jón Þorbergsson fæddist í Reykjavík 21. september, 1889.

Börn: 1. Helen Iðunn f. 8. febrúar, 1911, d. 29. október, 1996 2. Ragnhildur Bergþóra f. 23. apríl, 1914, d. 5. janúar, 1984 3. Olive Jonina Elizabet f. 22. ágúst, 1915, d. 25. apríl, 2003.

Jón fór til Vesturheims, sennilega árið 1904 með föður sínum, Þorbergi Eiríkssyni og afa, Eiríki Sigurðssyni. Þeir hafa eflaust farið til Manitoba og þaðan áfram til Nýja Íslands því þangað fór Eiríkur, bróðir Þorbergs árið 1890. Elísabet fór vestur árið 1903 með móður sinni, Ragnhildi Sveinsdóttur og seinni manni hennar, Gunnlaugi Jóhannssyni. Jón og Þorbergur fóru vestur að Kyrrahafi og settust að í Manchester í Washington. Jón og Elísabet fluttu til Los Angeles árið 1941.