Eyjólfur Nikulásson fæddist í S. Múlasýslu árið 1851. Dáinn í Minnesota 27. júlí, árið 1900. Nicholson vestra.
Maki: 1) Þorbjörg Jósefsdóttir, f. 13. apríl, 1851, d. um 1890. Maki 2) Kristín Þorsteinsdóttir (williamson) f. 10. desember, 1861.
Börn: Með Þorbjörgu: 1. Metúsalem f. 1877 2. Halldór Jósef f. 19. október, 1878 3. Ingólfur f. 13. apríl, 1883 4. Nikulás (Nicholas) f. 1885 5. Jónína Kristrún f. 29. febrúar, 1888. Með Kristínu 1. Þorsteinn Aðalbjörn f. 28. nóvember, 1891 2. Kári Vilhjálmur f. 3. desember, 1893 3. Svanur f. 25. maí, 1895 4. Jóhanna f. 10. júní, 1899 5. Evelyn f. 23. janúar, 1900. Eyjólfur átti Jóhann f. 12. nóvember, 1872 með Jóhönnu Jóhannesdóttur.
Eyjólfur flutti vestur til Minnesota árið 1879 og settist fyrst að í Minneota. Bjó seinna í Lyonbyggð og bænum Marshall.
