Halldór Eyjólfsson

ID: 14634
Fæðingarár : 1878
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1910

Halldór Eyjólfsson fæddist árið 1878 í S. Múlasýslu. Dáinn í Lyon sýslu í Minnesota 17. janúar, 1910.

Maki: Elísabet Gunnlaugsdóttir f. 1877 í Yellow Medicine sýslu í Minnesota, d. 1929 í Hudson í Wisconsin.

Börn: 1. John Douglas f. 18. nóvember, 1900 2. Charles Matthew f. 15. júlí, 1902 3. Charlotte Josephine f. 2. janúar, 1905 4. June Guðbjörg Elizabeth f. 5. júní, 1906.

Halldór flutti vestur til Minnesota árið 1879 með foreldrum sínum, Eyjólfi Nikulássyni og Þorbjörgu Jósepsdóttur. Þau settust að í Lyon sýslu þar sem Halldór ólst upp og hóf búskap með Elísabetu. Árið 1909 fluttu þau á Hákonarstaði í Yellow Medicine sýslu,  sem var elsta landnám Íslendings í Minnesota. Faðir Kristínar, Gunnlaugur Pétursson nam þar land árið 1875.