Kristrún Ólafsdóttir

ID: 14646
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1929

Kristrún Ólafsdóttir fæddist í S. Múlasýslu árið 1855. Dáin í Seattle árið 1929.

Maki: 1881 Sveinn Björnsson f. í N. Múlasýslu árið 1855, d. í Seattle í Washingtonríki 19. nóvember, 1941.

Börn: 1. Ólafur Páll f. í Winnipeg árið 1882, d. í Washingtonríki árið 1960 2. Anna Þórunn f. 1890 í Seattle 3. Theodore Björn f. 1896 í Seattle.

Sveinn ólst upp hjá vandamönnum í móðurætt og flytur með frænku sinni á Seyðisfjörð árið 1872. Hann fékk bréf að vestan frá Páli í Milwaukee, hálfbróður sínum, og vill vestur. Hann kemst á norskan bát  í nóvember, 1874 og siglir til Noregs en átti ekki fyrir farbréfi svo hann stundaði sjómennsku frá Noregi næstu árin. Komst eitt sinn til austurstrandar Kanada og með samningum fékk hann leyfi til að halda áfram vestur. Hann dvaldi eitthvað hjá Páli sem þá var í læknisnámi í Chicago en fór svo þaðan til Nýja Íslands. Þar kvæntist hann og eftir skamma dvöl í Winnipeg fluttu hann og Kristrún til Seattle í Washingtonríki þar sem þau bjuggu síðan.