ID: 2564
Fæðingarár : 1886
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Kristján Björnsson fæddist í Borgarfjarðarsýslu árið 1886. Borgford í Vatnabyggð.
Maki: Solveig ??
Börn: upplýsingar vantar.
Kristján fór nokkurra mánaða gamall vestur árið 1886, með foreldrum sínum, Birni Jónssyni og Sveinbjörgu Sveinbjarnardóttur. Þau bjuggu í Winnipeg fyrsta árið en settust svo að í Argylebyggð. Kristján nam land í Vatnabyggð árið 1905, seldi það seinna og keypti annað. Þangað fluttu foreldrar hans og bjuggu þar.
