ID: 14753
Fæðingarár : 1836
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1901
Ásmundur Ásmundsson fæddist árið 1836 í S. Múlasýslu. Dáinn í N. Dakota árið 1901.
Maki: Ósk Teitsdóttir f. í Húnavatnssýslu árið 1855, d. 29. september, 1934.
Börn: 1. Rósa f. 1885 2. Jón (John) f. 30. desember, 1886 3. Anna f. 13. apríl, 1887 4. Kristín f. 21. mars, 1889 5. Teitur f. 19. ágúst, 1891 6. Þura f. 21. mars, 1893 7. Guðrún f. 14. október, 1895 8. Kristbjörg f. 12. apríl, 1897 9. Magnús f. 12. ágúst, 1899.
Ásmundur flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1878, dvaldi eitthvað í borginni en fór svo þaðan suður í N. Dakota. Hann var þar þegar Ósk flutti vestur þangað árið 1883, sama ár og foreldrar hennar, Teitur Teitsson og Anna Stefánsdóttir. Ásmundur og Ósk settust að í íslensku byggðinni og bjuggu í torfhúsi.
