
Karólína Gunnarsdóttir Mynd VÍÆ I
Karólína Gunnarsdóttir fæddist í Fáskrúðsfirði í S. Múlasýslu 21. september, 1903. Caroline Gunnarsson vestra.
Ógift og barnlaus.
Karólína fór vestur um haf 1914 með systkinum sínum og foreldrum, Gunnari Gunnarssyni og Gróu Þuríði Magnúsdóttur. Hún fylgdi fjölskyldunni vestur til Saskatchewan og bjó með þeim nærri Bredenbury í Þingvallabyggð. Eftir nokkur ár fór hún til Winnipeg og innritaðist í verslunarskóla. Hún fór snemma að skrifa greinar í blöð og tímarit og meðan hún var í Kanadaher var hún ritstjóri mánaðarrits kvenhersins. Hún varð ritstjóri fréttablaðsins Shanuavon Standard í suðvestur Saskatchewan 1949-1952. Þá varð hún kvenritstjóri Free Press Weekly Prairy sem út kom í Winnipeg. Hún annaðist vikulegan þátt ætluðum konum í blaðið. Eftir hana birtust svo smásögur og greinar í dagblöðin tvö í borginni, Free Press og Tribune. Loks skal þess getið að Karólína var ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu í Winnipeg 1971-1976.
