Guðfinna Bjarnadóttir f. 26. apríl, 1866 í A.Skaftafellssýslu. Dáin 14. apríl, 1952 á Betel í Gimli.
Maki: 1) Björn Samúelson f. 1868, d. 15. mars, 1907 2) Sigurður Bergsson
Börn: 1. Bjarni Heiðmar f. 11. júlí, 1901 2. Samúel Þórarinn f. 20. október, 1902. 3. Rose f. 11. apríl, 1906.
Þau fluttu vestur til Manitoba árið 1903 og voru fyrst í Argylebyggð nærri Baldur en fóru þaðan í Hnausabyggð í Nýja Íslandi. Seinna fluttu þau í Fljótsbyggð og þar lést Björn úr matareitrun. Guðfinna, þriggja barna móðir, þraukaði áfram með dyggri aðstoð nágranna. Vann hjá Jónasi Benediktssyni í Arborg einhvern tíma en réðist svo seinna í vist í Cavalier með tvö yngstu börn sín. Flutti seinna norður í Arborg þar sem Bjarni Heiðmar byggði handa henni hús. Þar bjó hún einhver ár með Sigurði en flutti svo til Gimli.
