Kristbjörg Björnsdóttir

ID: 14880
Fæðingarár : 1896

Kristbjörg Reykjalín Mynd VÍÆ II

Kristbjörg Björnsdóttir fæddist í Stöðvarfirði í S. Múlasýslu 9. maí, 1896. Reykjalín eftir 1923.

Maki: 1923 Jón Reykjalín.

Barnlaus.

Kristbjörg var dóttir Björns Halldórssonar og Guðlaugar Björnsdóttur, sem bjuggu nærri Gerald í Saskatchewan. Hún gekk í skóla í Churchbridge og Leslie í Saskatchewan, lauk svo kennaraprófi í Saskatoon og gerðist kennari. Kenndi á ýmsum stöðum í fylkinu í meir en 40 ár. Jón Reykjalín var smiður.