ID: 14903
Fæðingarár : 1821
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Jón Jónsson: Fæddur í Kelduskógum í S. Múlasýslu árið 1821.
Maki: 1) Guðný Sigurðardóttir f. 1825, d. í Nýja Íslandi 2) Arnfríður Pétursdóttir f. á Nautabúi í Skagafjarðarsýslu árið 1840
Börn: Börn með Guðnýju: 1. Guðrún Helga f. 1854 2. Guðrún Björg f. 1869 3. Guðjón f. 1847. Hann fór vestur seinna. Börn með Arnfríði: 1. Erlina Ingibjörg 2. Guðný Jónína 3. Jón 4. Halldór.
Fóru vestur árið 1876 til Nýja Íslands. Jón tók land í Víðirnesbyggð og nefndi bæ sinn Laufás. Bjó þar nokkur ár en flutti þá til Winnipeg. Þaðan fór fjölskyldan til N.Dakota þar sem hún bjó nokkur ár. Jón tók síðan land í Argylebyggðinni árið 1886 og bjó Jón þar í rúm 20 ár.
