Árni Þórarinsson

ID: 14986
Fæðingarár : 1857
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1947

Árni Þórarinsson í Ósland við Kyrrahaf í Bresku Kolumbíu.  Mynd MoÓ

Árni Þórarinsson fæddist 29. desember, 1857 í S. Múlasýslu. Dáinn 11. febrúar, 1947 í Prince Rupert í Bresku Kolumbíu. Arni Th. Long vestra.

Maki: 1897 Sigríður Margrét Bjarnadóttir f. í Ísafjarðarsýslu árið 1861. Hún lést í Selkirk.

Börn: 1. Richard f. 1897 í Selkirk.

Árni fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883. Þar var hann í allmörg ár en flutti um aldamót til Glenboro og bjó þar alllengi. Þau fluttu þaðan til Selkirk um 1910 en þaðan flutti Árni vestur að hafi og settist að í Ósland á Kyrrahafsströnd. Bjó þar þar til ársins 1927 en þá flutti hann til sonar síns í Prince Rupert. Ekki er ljóst hvenær Sigríður fór vestur en það hefur sennilega verið eftir 1890. Í vesturíslenskri heimild er nafn hennar skrifað Margret Sigriður Bjarnadottir Julius og það gæti bent til þess að hún væri dóttir Bjarna Júlíusar Halldórssonar sem árið 1870 var ekkill í Hofsókn í Ísafjarðarsýslu.

Bjálkakofi Árna í Ósland, elsta hús byggðarinnar. Mynd MoO

Íslensk arfleifð :