ID: 15005
Fæðingarár : 1870
Dánarár : 1958

Finnbogi Guðmundsson Mynd VÍÆ II
Finnbogi Guðmundsson fæddist í S. Múlasýslu 17. október, 1870. Dáin í Vatnabyggð 4. febrúar, 1958 í Vatnabyggð.
Maki: 22. október, 1894 Guðrún Einarsdóttir f. í S. Múlasýslu 18. mars, 1877.
Börn: 1. Guðmundur f. 2. nóvember, 1896, d. 1. janúar, 1950 í Winnipeg 2. Einar f. 1. október, 1898 3. Helga f. 6. ágúst, 1903 4. Bogi f. 1911 5. Stanley f. 26. janúar, 1916 6. Halldór f. 29. október, 1920.
Finnbogi flutti til Vesturheims árið 1887, með foreldrum sínum, Guðmundi Finnbogasyni og Guðlaugu Eiríksdóttur. Guðrún fór sama ár með sínum foreldrum, Einari Eiríkssyni og Helgu Marteinsdóttur. Finnbogi og Guðrún bjuggu fyrst í Akrabyggð en frá 1917 í Vatnabyggð í Saskatchewan. Þar bjuggu þau nálægt Mozart.
