ID: 15007
Fæðingarár : 1876
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Björg Guðmundsdóttir fæddist 1876 í S. Múlasýslu.
Maki: Jón Hannesson f. 1. mars, 1875 í N. Þingeyjarsýslu, d. í Svold í N. Dakota 31. maí, 1952.
Börn: Upplýsingar vantar.
Björg flutti vestur til N. Dakota árið 1887 með sínum foreldrum, Guðmundi Finnbogasyni og Guðlaugu Eiríksdóttur sem settust að í Akrabyggð Jón flutti vestur til Kanada árið 1887 með foreldrum sínum, Hannesi Jónssyni og Ragnheiði Jónsdóttur. Þau settust að í Pembina sýslu í N. Dakota. Jón og Björg námu land í Svold í N. Dakota árið 1916 og bjuggu þar alla tíð.
