Guðlaug Guðmundsdóttir fæddist 10. febrúar, 1886 í S. Múlasýslu.
Maki: 1. október, 1905 Jón Halldórsson fæddist 19. ágúst, 1874 í Húnavatnssýslu, d. 20. maí, 1958 í Manitoba.
Börn: 1. Halldór Guðmundur f. 12. desember, 1906 2. Sigurjón Norman f. 27. desember, 1907 3. Ólafía Arnbjörg f. 8. október, 1909 4. Guðlaug Thelma f. 19. júlí, 1911 5. Sigríður Lilja f. 9. júní, 1913 6. Oscar Marino f. 1. júlí, 1918, d. 1935. 7. Emil Valdimar f. 1. júlí, 1918, d. í barnæsku 8. Emily Thelma f. 8. apríl, 1920 9. Guðrún Grace f. 15. október, 1923 10. Margaret Pearl f. 25. júlí, 1927.
Guðlaug var dóttir Guðmundar Finnbogasonar og Guðlaugar Eiríksdóttur, er vestur fluttu með barnahóp árið 1887 og settust fyrst að í Hensel í N. Dakota. Sautján árum síðar færðu þau sig norður í Foam Lake í Vatnabyggð og var Guðlaug þá með þeim. Jón fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1901 og þaðan til Pembina í N. Dakota þar sem foreldrar hans og systkini bjuggu. Árið 1896 fluttu þau öll þaðan norður á Bluff skaga vestan við Manitobavatn. Þau fóru þaðan í Narrows og bjuggu á Red Deer Island í fjögur ár. Þaðan lá leiðin suður í Big Point byggð árið 1902. Jón fór þaðan árið 1909 og settist að í Westbourne þar sem hann var í tvö ár. Næst lá leiðin til Lundar þar sem hann bjó lengstum. Seinna flutti þau hjón til Winnipeg.
