Guðmundur Arnbjörnsson

ID: 15009
Fæðingarár : 1858
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1944

Guðmundur Arnbjörnsson fæddist í S. Múlasýslu 4. apríl, 1858. Dáinn í Lundar 9. apríl, 1944. Isberg vestra.

Maki: 25. apríl, 1887 Ólafía Guðmundsdóttir f. 6. ágúst, 1867 í S. Múlasýslu, d. 18. ágúst, 1958.

Barnlaus en tóku þrjú börn í fóstur. 1. Soffía 2. Sveinn 3. Lilja.

Þau fluttu vestur árið 1887 til Winnipeg í Manitoba, samferða foreldrum Ólafíu, Guðmundi Finnbogasyni og Guðlaugu Eiríksdóttur og börnum þeirra. Guðmundur og Ólafía settust að í Akrabyggð í N. Dakota og bjuggu þar í fjögur ár. Guðmundur hafði stundað sjómennsku á Íslandi og slétturnar í N. Dakota áttu ekki við hann svo þau fluttu norður í Lundarbyggð því þaðan gat hann stundað veiðar í Manitobavatni. Þau fluttu þaðan í Siglunesbyggð við norðanvert vatnið og námu land á tanga einum út í vatnið sem upp frá því var kallaður Isberg’s Point. Þar bjuggu þau í 35 ár og fluttu til Lundar árið 1930.