Þorkell Gíslason

ID: 15101
Fæðingarár : 1858
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1918

Þorkell Gíslason frá Halakoti í Árnessýslu. Fæddur 1858. Dáinn 6. júlí, 1918 í Winnipegosis.

Maki: Ókvæntur og barnlaus.

Fór vestur 1886, bjó um hríð í Þingvallabyggð í Saskatchewan, seinna við vestanvert Manitobavatn en settist að á Red Deer Point árið 1897. Keypti seinna land skammt frá Winnipegosis.