Arnfríður Magnúsdóttir fæddist 14. júní, 1865 í Gullbringusýslu. Dáin 25. mars, 1941 í Selkirk í Manitoba..
Maki: Þórður Tómas Þórðarson fæddist 31. desember, 1856 í Gullbringusýslu. Dáinn á Gimli í Nýja Íslandi 16. febrúar, 1902.
Börn: Með Þórði 1. Theodore f. 1. desember, 1890. Með Þorbergi Fjeldsted 1. Anna Magnea 2. Helga Arnbjörg f. 1905, d. 1921.
Þau fluttu til Manitoba árið 1900 og settust að á Gimli. Þar dó Þórður og flutti þá Arnfríður til Winnipeg með son sinn. Þar vann hún í rúmt ár, réðst síðan ráðskona til Þorbergs Fjeldsted. Hann missti konu sína árið 1887, nýkominn til Vesturheims með sex börn. Með honum flutti Arnfríður til Mikleyjar þar sem þau bjuggu í 16 ár. Þaðan lá svo leið þeirra til Selkirk þar sem Þorbergur lést 2. október, 1931. Þá flutti Arnfríður til Önnu, dóttur sinnar, sem bjá þar í bænum með sinni fjölskyldu.
