Svanborg Pétursdóttir fæddist í Skáleyjum í Breiðafirði árið 1864. Dáin 24. nóvember, 1939 í Vancouver.
Maki: 1) Jón Jónsson fæddist í Sauðeyjum í Barðastrandarsýslu árið 1856. Þau skilja. 2) 20. júní, 1903 Þorlákur Jónasson f. í S. Þingeyjarsýslu árið 1865
Börn: Með Jóni: 1. Pétur f. 1888 2. Ólöf f. 1889. Með Þorláki: 1. Sigurður 2. Jónas 3. Pétur.
Jón og Svanborg fóru vestur til Winnipeg árið 1891, með börn sín og Ólöfu, móður Svanborgar. Jón fór víða, nam land í Thingvallabyggð í N. Dakota, seinna í Alberta. Þorlákur flutti vestur árið 1881. Hann og Svanborg bjuggu í Cavalier sýslu í N. Dakota en flytja þaðan seinna til Saskatchewan og setjast að í héraðinu nærri Mozart. Svanlaug, þá ekkja, bjó eitthvað í Wynyard áður en hún flutti vestur til Vancouver.
