Eggert Jóhannsson

ID: 15322
Fæðingarár : 1858
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1929

Eggert Jóhannsson

Eggert Jóhannsson fæddist árið 1858 í Skagafjarðarsýslu. Dáinn í Vancouver 30. desember, 1929.

Maki: 1. október, 1890 Elín Hjörleifsdóttir f. í V. Skaftafellssýslu 1. janúar, 1865. (Ellen Pearson vestra fyrir giftingu)

Börn: 1. Laurence 2. Ellen 3. Joseph 4. Alexander 5. Ena 6. Lilian.

Eggert flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 með foreldrum sínum, Jóhanni Jóhannssyni og Arnfríði Jóhannesdóttur. Þeir settust að í Nýja Íslandi. Elín fór vestur sama ár með sínum foreldrum þeim Hjörleifi Björnssyni og Ragnhildi Árnadóttur sem sömuleiðis settust að í Nýja Íslandi. Eggert og Elín bjuggu í Winnipeg til ársins 1912 að undanskildum einhverjum tíma í Árnesbyggð í Nýja Íslandi um 1900. Þau fluttu seinna vestur til Vancouver.