Anna Jónsdóttir

ID: 15350
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1879
Dánarár : 1958

Anna Jónsdóttir Mynd Well Connected

Anna Jónsdóttir fæddist í Nýja Íslandi 7. janúar, 1879. Dáin í Seattle 3. nóvember, 1958.

Maki: 29. júlí, 1899 Þórður Eggertsson f. 23. júní, 1871 í Barðastrandarsýslu, d. 27. júní, 1928 í Portland í Oregon. Thordur eða Thomas Vatnsdal vestra.

Börn: 1. John Russell f. 10. september, 1901 2. Ethel f. 3. september, 1903 3. Florence f. 1. mars, 1906 4. Gladys f. 15. október, 1908 5. Laura f. 13. september, 1910 6. Arthur f. 21. maí, 1916, d. 15. október, 1952.

Anna flutti ársgömul með foreldrum sínum, Jóni Jónssyni frá Munkaþverá og Guðnýju Eiríksdóttur úr Nýja Íslandi suður í Pembina í N. Dakota. Fór með þeim þaðan til Grand Forks þar sem hún kynntist Þórði.  Þórður flutti vestur árið 1886 með foreldrum sínum Eggerti Magnússyni og Soffíu Friðriksdóttur sem settust að í N. Dakota. Þórður lauk kennaraprófi frá ríkisháskólanum í Grand Forks og lagði kennslu fyrir sig. Sneri sér seinna að viðskiptum. Þórður og Anna settust að í Duxby í Minnesota um aldamótin þar sem þau bjuggu til ársins 1906, fluttu þá til Wadena í Saskatchewan þar sem þau bjuggu allmörg ár. Þaðan fluttu þau vestur að Kyrrahafi árið 1917 og bjuggu í Portland í Oregon til ársins 1928. Leið Önnu lá þaðan eftir lát Þórðar til Seattle í Washington.