Sigurður J Sigfússon

ID: 15411
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1880

Sigurður Jónas Sigfússon fæddist á Elgshæðum í Nova Scotia 9. desember, 1880.

Maki: Florence Elizabeth McNab.

Börn: 1. Beatrice 2. Helen 3. Sigurður 4. Louise.

Sigurður var sonur Sigfúsar Bjarnasonar og Helgu Gunnlaugsdóttur sem settust að í Marklandi, Nova Scotia árið 1879. Þaðan fluttu þau í Pembina sýslu, N. Dakota árið 1881. Þar óx Sigurður úr grasi til ársins 1904. Þá flutti hann í Vatnabyggð) í Saskatchewan og settist að nærri Leslie. Fyrst vann hann við trésmíðar en hóf svo búskap. Faðir Florence var skoskur en móðir hennar var  Elísabet Hallgrímsdóttir, fædd í Garðarbyggð í N. Dakota.