Björn Blöndal

ID: 15419
Fæðingarár : 1858
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1911

Björn Ágústsson Blöndal Mynd SÍND

Björg Björnsdóttir Mynd SÍND

Björn Ágústsson fæddist í Húnavatnssýslu 24. maí, 1858. Dáinn 21. október, 1911 í Winnipeg. Blöndal vestra.

Maki: 1888 Björg Björnsdóttir f. 16. september, 1862 í N. Múlasýslu, d. 21. október, 1910.

Börn: 1. Ágúst f. 8. júlí, 1889 í Edinburg í N. Dakota, d. 6. janúar, 1948 2. Jóhanna f. 1894 3. Björn f. 1896 4. Margrét f. 1902. Hún var ættleidd.

Björn lærði trésmíði í Kaupmannahöfn og fór vestur til Winnipeg í Manitoba með móður sinni, Jóhönnu Jónsdóttur og Jóni, bróður sínum. Hann fann fljótlega vinnu í borginni en árið 1888 flutti hann suður í Thingvallabyggð í N. Dakota þar sem hann bjó í sex ár. Þaðan flutti hann vestur að Kyrrahafi en 1896 sneri hann aftur til Winnipeg og þar bjó fjölskyldan síðan.