Sigurður Brandsson

ID: 15422
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1885
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1975

Sigurður Brandsson og Jódís Jónsdóttir Mynd A Century Unfolds

Sigurður Brandsson fæddist 6. mars, 1885 í Snæfellsnessýslu. Dáinn 2. september, 1975 í Arborg.

Maki: 4. júlí, 1918 Jódís Jónsdóttir f. í Svold í N. Dakota, 8. janúar, 1892, d. á Betel á Gimli 22. mars, 1982. Disa Brandson vestra.

Börn: 1. Guðlaug Kristín (Christine) f. 20. maí, 1911  2. Sigrún Þóra 3. Margrét 4. María 5. Jónína 6. Matthías 7. Óskar (Oscar) 8. Þórður (Thor) 9. Freeman 10. Halldóra (Haddie). Stúlka, Helga f. 1935 dó í fæðingu.

Sigurður flutti vestur til Manitoba árið 1899 með móður sinni, Þórunni Þórðardóttur og systrum sínum, Solveigu og Sigríði. Gunnlaugur Ólafsson hét maður Sigríðar og þeirra sonur, 3 ára var Þórður Ólafur. Gunnlaugur nam fljótlega land í Árdalsbyggð en Þórunn, Sigurður og Solveig bjuggu fyrst í Selkirk. Þórunn nam svo land nálægt Sigríði og Gunnlaugi. Árið 1906 nam Sigurður land í byggðinni, hóf búskap og keypti svo árið 1911 landið af móður sinni. Sigurður og Jódís lifðu vel og lengi í byggðinni.