ID: 15436
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1947

Soffía Eiríksdóttir Mynd VÍÆ II

Theodóra Eiríksdóttir Mynd VÍÆ II
Guðríður Jónsdóttir fæddist í Dalasýslu 30. september, 1868. Dáin 27. apríl, 1947 í Washingtonríki.
Maki: Eiríkur Árnason f. í Húnavatnssýslu 5. júlí, 1866, d. í Blaine í Washington 7. september, 1952. Anderson vestra.
Börn: 1. Theodóra f. á Point Roberts 25. apríl, 1901 2. Sophia f. 19. maí, 1906 á Point Roberts.
Guðríður fór vestur til N. Dakota árið 1887, var þar einhvern tíma en fór svo norður til Winnipeg. Fór þaðan vestur að Kyrrahafi og til Point Roberts árið 1897. Eiríkur flutti vestur til Winnipeg árið 1890 og fór vestur til Victoria í Bresku Kólumbíu árð 1901 og til Point Roberts í Washington árið 1904. Þar nam hann land.
