Guðrún K Valdimarsdóttir

ID: 15505
Fædd(ur) vestra
Fæðingarstaður : Pembina
Dánarár : 1968

Guðrún K Valdimarsdóttir Mynd RbQ

Guðrún Kristín Valdimarsdóttir fæddist í Pembina í N. Dakota. Dáin í Saskatchewan árið 1968.

Maki: Sigurgeir Sigurjónsson f. í S. Þingeyjarsýslu árið 1889, d. í Saskatchewan árið 1953. Axdal vestra.

Börn: 1. Sigríður 2. Donna 3. Karólína (Caroline).

Guðrún var dóttir Valdimars Gíslasonar og Guðríðar Teitsdóttur sem námu land í N. Dakota. Sigurgeir fór vestur um haf með foreldrum sínum, Sigurjóni Jónssyni og Guðrúnu Jóhannesdóttur árið 1890. Þau settust að í Garðarbyggð í N. Dakota. Sigurgeir nam land nálægt Wynyard í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1905.