Kjartan Goodman

ID: 15520
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1910

Kjartan Goodman fæddist í Selkirk, Manitoba 10. desember, 1910.

Maki: 6. júní, 1936 Eleanor Goodmanson f. 11. nóvember, 1914.

Börn: 1. Lárus f. 18. mars, 1937 2. Marvin f. 3. maí, 1941 3. Gail f. 5. apríl, 1942 4. Wayne f. 5. janúar, 1944.

Kjartan var sonur Vilhjálms Guðmundssonar og Jóhönnu Elísabetur Sveinsdóttur, sem bjuggu alla tíð í Selkirk. Kjartan gekk í miðskóla í Selkirk og líka þar í hjúkrunarskóla. Eftir þriggja ára nám var hann ráðinn hjúkrunarliði á geðveikrahæli í Selkirk.  Foreldrar Eleanor voru Ásgrímur Goodmanson og Guðrún Magnúsdóttir. Eleanor var matreiðslukona á sama hæli og Kjartan.