ID: 15543
Fæðingarár : 1882
Dánarár : 1963

Jón Tryggvason Mynd VÍÆ IV
Jón Tryggvason fæddist á Langanesi í N. Þingeyjarsýslu 22. nóvember, 1882. Dáinn í Los Angeles 3. apríl, 1963.
Maki: Ethel Griffith, írsk, d. 5. september, 1963.
Barnlaus.
Jón var sonur Tryggva Jónssonar og f. konu hans, Maríu Gunnlaugsdóttur, sem dó á Íslandi 1. júní, 1889. Jón fór vestur árið 1893 með föður sínum og seinni konu hans, Rósu Ingibjörgu Jónsdóttur. Jón lærði gullsmíði og vann við það í Billings í Montana og seinna í Kaliforníu.
