Jón Kristinsson

ID: 15583
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1873
Dánarár : 1957

Jón Kristinsson Mynd AOTh

Jón Kristinsson fæddist 26. ágúst, 1873. Dáinn í Garðarbyggð árið 1957. Venjulega J.K. Olafson vestra.

Maki: 15. nóvember, 1914: Kristín Hermannsdóttir f. 5. febrúar, 1877 í Raufarhöfn í N. Þingeyjarsýslu

Börn: 1. Jón Hermann f. 4. nóvember, 1916 2. Brandur Theodore f. 20. júní, d. 20. desember, 1940 í flugslysi í Grand Forks 3. Marino Magnús f. 23. október, 1920, d. 24. apríl, 2015.

Jón fæddist í járnbrautarlest á leiðinni frá Quebec til Milwaukee. Áhöld um hvort hann sé fæddur í Kanada eða Bandaríkjunum. Bjó með foreldrum sínum í Dane sýslu í Wisconsin og Lyon sýslu í Minnesota árið 1876-1880. Flutti þaðan með þeim í Garðarbyggð í N. Dakota og tók seinna við landnámsjörð þeirra í byggðinni. Hann var kosinn í sveitarstjórn árið 1908 og sat í henni samfleytt í átta ár. Seinna kjörinn á þing í N. Dakota og átti sæti í ríkisþinginu í 12 ár, lengur en nokkur annar Íslendingur.