ID: 15687
Fæðingarár : 1880
Dánarár : 1958
Nicholas Wisconsin Einarsson (Nicholas Wisconsin Jonsson) fæddist 11. maí, 1880 á Atlantshafi. Dáinn 4. maí, 1958.
Hann fæddist um borð í gufuskipinu Wisconsin á leiðinni yfir Atlantshafið.
Foreldrar hans, Einar Jónsson og Guðrún Jónsdóttir sigldu frá Liverpool 1. maí, 1880 og var förinni heitið til Utah. Þar bjó Nicholas lengstum, t.a.m. er hann búsettur í Ogden árið 1906.
