Ingibjörg Einarsdóttir fæddist árið 1864 í Gullbringusýslu.
Maki: Séra Bjarni Þórarinsson fæddist 2. apríl, 1855 í Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Dáinn á Íslandi 6. janúar, 1940.
Börn: 1. Ingunn f. 1886 2. Guðrún f. 1. janúar, 1888 3. Magnea f. 1889 4. Þórarinn. Guðrún, Magnea og Þórarinn fóru mrð vestur árið 1900.
Bjarni útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla árið 1881, las heimspeki og guðfræði til 1883 og var vígður sama ár. Hann þjónaði í Þykkvabæjarklaustri fyrsta árið en ári síðar er hann prestur á Prestsbakka á Síðu. Hann þjónaði þar í 12 ár en 1896 var hann settur prestur á Útskálum. Árið 1900 flutti séra Bjarni með fjölskylduna vestur um haf þar sem hann þjónaði í ýmsum, íslenskum byggðum. Hann var prestur Tjaldbúðarsafnaðarins í Winnipeg í þrjú ár. Hann flutti til Íslands árið 1916.
