ID: 2680
Fæðingarár : 1894
Dr.Eiríkur Júlíus Halldórsson fæddist í Árnessýslu 25. júlí, 1894.
Maki: 6. september, 1936 Vera Margaret Anderson, sænsk ættuð.
Börn: 1. Julius Norman f. 19. september, 1946.
Eiríkur fór til Vesturheims árið 1900 með foreldrum sínum. Hann bjó með þeim víða í Manitoba og Saskatchewan og seinast í Vancouver. Ungur vann hann við búskap og skógarhögg en smám saman kom í ljós áhugi á nuddi og náttúrulækningum. Fór í framhaldsskóla, lauk prófi og hóf að stunda lækningar árið 1926.
