
Magnús Bjarnason Mynd FVTV
Magnús Bjarnason fæddist í Rangárvallasýslu 3. ágúst, 1815. Dáinn í Spanish Fork 18. júní, 1905. Magnus Bearnson í Utah.
Maki: 1) 15. október, 1849 Þuríður Magnúsdóttir f. 13. apríl, 1817, d. 1. febrúar, 1891 2) 13. september, 1862 Guðný Erasmusdóttir f. 6. september, 1794, d. 14. júní, 1888 3) 4. nóvember, 1891 Guðrún Sigurðardóttir f. 6. apríl, 1834, d. 31. ágúst, 1897 í Spanish Fork..
Börn: Með Þuríði 1. Kristín f. 7. mars, 1844 í Rangárvallasýslu, d. 6. ágúst, 1851. 2. Kristín f. 6. apríl, 1856, d. 31. ágúst, 1857 í Utah.
Magnús og Þuríður fluttu vestur til Utah árið 1857 og settust að í Spanish Fork. Magnús varð trúboði og fór til Íslands með Lofti Jónssyni árið 1873. Magnús var fjölkvænismaður og átti í senn tvær konur, Þuríði og Guðnýju. Guðrún var ekkja eftir Jón Bjarnason, bróður Magnúsar.
