ID: 2693
Fæðingarár : 1876
Dánarár : 1971

Soffía Jakobsdóttir Mynd WtW
Soffía Jakobsdóttir fæddist í Mýrasýslu 4. júní, 1876. Dáin 6.maí, 1971 í Lundar.
Maki: Tómas Benjamínsson f. í Mýrasýslu 8.apríl, 1876, d. 21.apríl, 1951 í Lundar.
Börn: 1. Guðrún f. 1905 2. Sigurbjörg Helga f. 1908. Dáin 1917. 3. Halldór Jakob f. 1910 4. Þorbergur 5. Bryndís f. 1915 6. Sigurbjörg Helga skírð í höfuðið á systur sinni sem dó.
Fóru vestur frá Reykjavík 1909 og bjuggu fyrsta árið í Winnipeg. Þaðan lá leið þeirra í Arborg þar sem þau bjuggu næstu átta árin. Árið 1919 fluttu þau til Elfros í Saskatchewan. Þar voru þau til ársins 1927 en þaðan lá svo leiðin til Lundar í Manitoba.
