Tóbías Tóbíasson

ID: 2696
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1947

Tóbías Tóbíasson fæddist 25. júní, 1862 í Borgarfjarðarsýslu. Dáinn í Redding í Kaliforníu 27. nóvember, 1947.

Maki: 2. mars, 1904 í Raymond, Alberta: Guðfinna Sæmundsdóttir f. 2. október, 1865.

Börn: Með Elínborgu Pétursdóttur f. í Árnessýslu 26. september, 1866, d. í Reykjavík 30. júlí, 1909.  1. Sigurlína f. 1884 2. Ari Níels f. 1889 3. Tóbías f. 15. september, 1885, d. 11. febrúar, 1962 4. Sigríður f. 18. júní, 1891, d. 29. nóvember, 1984 5. Njáll f. 8. febrúar, 1894, d. 23. maí, 1982 6. Ingigerður f. 1894 7. Bjarni Óskar f. 1898.

Tóbías heyrði Halldór Jónsson, trúboða Mormóna  tala í Reykjavík árið 1889 og ákvað að kanna aðstæður í Utah. Hann fór með börn sín, Sigríði og Njál til Englands árið 1900 og þaðan vestur til New York. Þau komu til Cleveland í Utah 20. júlí sama ár. Þar bjó Tóbías fyrst hjá Jóni Jóhannessyni úr Hrútafirði en sá fór í trúboðserindum til Íslands 18. ágúst, 1900. Mun Jón hafa aðstoðað Tóbías við að koma Sigríði litlu í fóstur en sjálfur fór hann norður til Raymond í Alberta með Njál. Þar var hann einhver ár en fór heim til Íslands og er í Reykjavík árið 1909 en þá fór hann aftur vestur, nú með aðra syni sína og settust þeir að í Alberta. Seinna flutti Tóbías til Redding, norðarlega í Kaliforníu þar sem tveir synir hans höfðu sest að.