Helga Jónasdóttir

ID: 2706
Fæðingarár : 1895
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla

Anna, dóttir Jóns og Helgu, eignaðist tíu börn með manni sínum Emil Einarssyni. Þau sitja fremst á myndinni og barnabörnin allt um kring. Mynd WtW

Helga Jónasdóttir fæddist 23. nóvember, 1895 í Borgarfjarðarsýslu.

Maki: 1921 Jón Þorkell Árnason f. í Reykjavík árið 1888. Dáinn í Oak Point í Manitoba árið 1967.

Börn: 1. Anna f. 1921.

Helga flutti vestur til Winnipeg árið 1911 með foreldrum sínum, Jónasi Íkaboðssyni og Önnu Sveinbjarnardóttur. Jón flutti vestur til Manitoba árið 1911 og vann hjá Helga Einarssyni í Steep Rock við norðanvert Manitobavatn. Þangað kom Helga til að dvelja hjá systur sinni Halldóru sem þar bjó með sínum manni, Sigurði Þorsteinssyni. Jón og Helga fluttu til Oak Point við austanvert Manitobavatn.