ID: 16100
Fæðingarár : 1875
Fæðingarstaður : Gullbringusýslu
Vilborg Magnúsdóttir fæddist 9. desember, 1875 í Reykjavík.
Maki: 30. janúar, 1908 Magnús Melsted Magnússon fæddist í Snæfellsnessýslu 15. mars, 1874. Dáinn í San Diego 5. janúar, 1932. Séra Friðrik J. Bergmann gaf þau saman í Manitoba.
Börn: upplýsingar vantar.
Magnús mun hafa flutt vestur til Utah á fyrsta áratug 20. aldar, Vilborg trúlega farið þangað með föður sínum, Magnúsi Einarssyni og systkinum árið 1886. Heimild í Utah segir Magnús Melsted og Vilborgu hafa farið til Winnipeg áður en þau fluttu vestur til Blaine í Washington. Magnús var bókbindari.
