
Séra Sveinbjörn S Ólafsson Mynd Dalamenn III
Sveinbjörn Jónasson fæddist í Borgarfjarðarsýslu 24. nóvember, 1897. Dáinn í Minneapolis 25. mars, 1995. Rev Sveinbjorn Olafsson vestra.
Maki: 4. september, 1928 Maurine Finnegan f. 6. júní, 1901 í Illinois.
Börn: 1. Nancy Lou f. 25. apríl, 1934 2. Paul James f. 28. maí, 1943.
Sveinbjörn fluttu vestur til Winnipeg árið 1911 með foreldrum sínum, Jónasi Íkaboðssyni og Önnu Sveinbjarnardóttur sem settust að í Winnipeg. Sveinbjörn gekk menntaveginn, nam í Jóns Bjarnasonar Akademíu í Winnipeg, Valparaiso háskólanum í Indiana og Garrett Biblical stofnuninni í Evanston í Illinois. Hann gerðst prestur í kirkju methodista og þjónaði söfnuðum í Duluth, Thief River Falls og Minneapolis í Minnesota. Anna, móðir Sveinbjörns var áður gift Ólafi Árnasyni og átti með honum þrjú börn sem öll voru skráð Olafsson. Börn Önnu með Jónasi tóku það upp í Vesturheimi.
